top of page

Til Heiðurs Manni

by Teresa Cheung and Ingi Þ. Reyndal

English Title: In Honour of Man

14-17.02.2019 | Listhus Gallery

Teresa Cheung presents an installation inspired by Ingi Þ. Reyndal´s poem “In Honour of Man” with light and ancient motifs, creating a space in which viewers can reflect on the relationship between the nature and destiny of man.


Til heiðurs manni/ In honour of man

Poem by Ingi Þ. Reyndal

Hann var alltaf einn á vertíð,

og vosbúðin gekk honum nærri.

En stormur og hríð, eða hafgolan blíð,

urðu hetjunni kærri og kærri.

Hans andlit var minningum markað,

af minningum slæmum sem góðum.

Fólk sagði hann ljótan, í flöskuna fljótan,

þá forðuðust börn hann með hljóðum.

En eitt sinn ég sá þennan sjómann,

í svarrandi brimröst og voða.

Þá fegurri sýn, aldrei ævina mín,

mér hlotnaðist aftur að skoða.


Hann stóð þarna keikur sem klettur,

og kaffærðist aftur og aftur.

Í eitthvað hann hélt, ég heyrði eitthvert gelt,

það var hundurinn hans, nefndur Kjaftur.

Hann varpaði hundi frá voða,

en varð svo að lúta að kili.

Að lokum ég sá, það var bros á hans brá,

“Kjaftur minn, nú við kveðjumst í bili”.

Hver alda sem sofnar að sandi,

er sjómannsins vitni um makt.

Þótt hverfi þeir sjónum, “við Guði nú þjónum,

í sortanum úti… og á okkar vakt”.

9 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page